JR Music

Nýtt frá JR Music útgáfu

Frontur Hot Eskimos JRCD013We Ride Polar Bears er annar geisladiskur tríósins Hot Eskimos og hér er viðfangsefnið ekki ósvipað og á þeirra fyrri disk, þ.e. þekkt íslensk lög í jazzútgáfum, lög eins og Lakehouse, Sumargestur, Draumur um Nínu og Fréttaauki. Þrjú erlend lög eru á þessum diski, m.a. gamli slagarinn “Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig” sem með árunum hefur nú eiginlega orðið íslenskur og svo eru tvö lög eftir píanóleikara tríósins, Karl Olgeirsson  …….. sjá nánar ….
Tríóið mun fylgja þessum nýútkomna diski eftir með tónleikum nú í vor og verður það kynnt frekar þegar nær dregur og tónleikadagar og staðir hafa verið ákveðnir.