JR Music

Tíbrá: Hot Eskimos

Hot Eskimos
Karl Olgeirsson – píanó
Jón Rafnsson – kontrabassi
Kristinn Snær Agnarsson – trommur

 


Tónleikar á “Vökudögum” á Akranesi 
30.október kl.20.00 – miðasala við innganginn
Tónleikar í Salnum 5.nóvember kl.20.00 – kaupa miða
Jazztríóið Hot Eskimos hefur að markmiði sínu að stela poppinu til baka því jazzinn var jú popptónlist síns tíma. Efnisval tónleika þeirra er því óvenjulegt; popp, rokk og pönklög. Frábær píanójazz með lögum eftir Jónsa, Of Monsters and Men, Björk, Bubba, Megas, Emiliönu Torrini, Magga Eiríks, Paul McCartney, Stevie Wonder ofl.

Björn Thoroddsen
„Bjössi – Introducing Anna“, er ný plata frá Birni Thoroddsen sem sannarlega er talsvert frábrugðin flestu sem hann hefur gert á löngum ferli. Platan var tekin upp í Nashville, sem margir segja að sé tónlistarhöfuðborg heimsins í dag því þar er allt að gerast og músíkin blómstrar sem aldrei fyrr. Með Bjössa á þessari plötu er einvala lið hljóðfæraleikara, m.a. tveir af bestu gítarleikurum heims, þeir Robben Ford sem hefur spilað með Joni Mitchell, Miles Davis og Kiss og Tommy Emmanuel, en hafa báðir hafa þeir komið og spilað á gítarhátíðum Bjössa hér í Reykjavík. Hér fáum við einnig að heyra í ungri söngkonu frá Bolungarvík, Önnu  Þuríði Sigurðardóttur, sem stígur sín fyrstu skref á ferlinum og gerir það svo sannarlega með tilþrifum. Lögin á plötunni eru eftir Robben Ford, sem stýrði upptökum og Björn Thoroddsen og svo eru tvö lög eftir meistara Bob Dylan ….. sjá nánar

Nýir geisladiskar í sölu og dreifingu hjá JR Music

Floating, Johann Asmundsson   So Low, Johann Asmundsson
Jóhann ÁsmundssonFloating (nýr diskur) og So low (endurútgáfa með aukalögum)