Jól í stofunni (JRCD015)

jolistofunni.ai
Jól í stofunni (JRCD015) –  Þór Breiðfjörð

panta disk  hjá JR Music: jon@jrmusic.is  verð 2.500,-
(verð inniheldur 11% vsk og sendingarkostnað)

Hlusta á Spotify

 

Diskurinn er fáanlegur allt árið hjá JR Music, en í nóvember og desember hjá:

Plötubúðin, Trönuhrauni 6, Hafnarfirði – netverslun
Lucky Records, Rauðarárstíg 10 – netverslun
Smekkleysa, Hverfisgötu 32, gengið inn frá Hjartagarði, Laugavegsmegin
12 tónar, Skólavörðustíg 15
Litla jólabúðin, Laugarvegi 8
Jólagarðurinn, Sléttu í Eyjafjarðarsveit

Hugljúfur diskur fyrir aðfangadagskvöld og fleiri jólalega daga þar sem andi flauelsbarkanna svífur yfir vötnum. Vönduð jólagjöf fyrir þá sem vilja láta ljúfan andblæ djassdægurlaganna hnika sér blítt inn í jólaskapið. Á plötunni eru þekktar jólaperlur auk tveggja nýrra jólalaga í flutningi Þórs Breiðfjörð sem hefur getið sér gott orð sem einn helsti „crooner“-söngvari landsmanna.
Gaman er að geta þess að enski textinn “Beautiful Christmas Time” eftir Ingibjörgu Þorbergs, er upphaflegi textinn við þetta þekkta lag hennar, en á þessum  tíma stóð til að hún færi til Ameríku að kynna sína tónlist. Enska textann samdi hún meðan hún beið eftir texta Kristjáns frá Djúpalæk, “Hin fyrstu jól”, en lagið er hér á þessari plötu flutt með báðum þessum textum. Þetta er fyrsta hljóðritunin á enska textanum og var Ingibjörg sérstaklega ánægð með flutning Þórs á þessari upptöku.

  1. Stjörnubjarta nótt
  2. Gleðileg jól, ástin mín
  3. Beautiful Christmas Time
  4. Óskin um gleðileg jól
  5. Yfir fannhvíta jörð
  6. Ég sá mömmu kyssa jólasvein
  7. Hvít jól
  8. Sagan af Jesúsi
  9. Hin fyrstu jól
  10. Gefðu mér gott í skóinn
  11. Á dimmri nóttu
  12. Heims um ból

Hér má sjá alla diska JR Music

Allir geisladiskar JR Music eru aðgengilegir á “Spotify” og flestum öðrum tónlistarveitum